Robert Welch – Iona Hnífaparasett 24/42stk
26.990 kr. – 46.990 kr.
21.592 kr. – 37.592 kr.
Robert Welch opnaði sitt fyrsta stúdíó árið 1955 í Cotswold, Bretlandi, eftir að hafa yfirgefið the Royal College of Art og ekki leið á löngu þar til hann hafði öðlast orðspor fyrir yfirburði í bæði hönnun og framleiðslu á vörum úr ryðfríu stáli. Í dag stýra börn Robert Welch fyrirtækinu, enn í sömu byggingu og ævintýrið hófst fyrir yfir 60 árum, þar sem ástríða fyrir tímalausri og klassískri gæðahönnun er höfð í fyrirrúmi.
Iona línan var fyrsta hönnun hönnunarstjóra Robert Welch, Paul deBretton Gordon, fyrir fyrirtækið. Iona hnífapörin hafa fínlegar og fágaðar línur sem gera þau afar þægileg í hendi, en línan hefur verið ein sú vinsælasta um árabil. Iona hnífaparasettið fæst í 24 og 42 stykkja pakka. Minni pakkin inniheldur matargaffla, matarhnífa, súpuskeiðar og teskeiðar fyrir 6 manns. Stærra settið inniheldur það sama auk forréttahnífa, forréttagaffla og eftirréttaskeiða fyrir 6 manns. Settin eru því frábær byrjendapakki fyrir þá sem eru að byrja að búa eða vilja endurnýja gömlu hnífapörin. Hnífapörin er einnig hægt að kaupa stök.
Matarhnífur L: 23,5 cm
Matargaffall L: 20,3 cm
Forréttahnífur L: 20,9 cm
Forréttagaffall L: 18,5 cm
Súpuskeið L: 20,3 cm
Eftirréttaskeið L: 18,5 cm
Teskeið L: 13,2 cm
Tengdar vörur
-
-
-
26.990 kr. – 46.990 kr.
21.592 kr. – 37.592 kr. -