Robert Welch – Trattoria Hnífaparasett 24stk
19.990 kr.
Robert Welch opnaði sitt fyrsta stúdíó árið 1955 í Cotswold, Bretlandi, eftir að hafa yfirgefið the Royal College of Art og ekki leið á löngu þar til hann hafði öðlast orðspor fyrir yfirburði í bæði hönnun og framleiðslu á vörum úr ryðfríu stáli. Í dag stýra börn Robert Welch fyrirtækinu, enn í sömu byggingu og ævintýrið hófst fyrir yfir 60 árum, þar sem ástríða fyrir tímalausri og klassískri gæðahönnun er höfð í fyrirrúmi.
Innblástur Trattoria línunnar fékk Robert Welch snemma á 7. áratugnum frá hefðbundum evrópskum bistro borðbúnaði. Hnífapörin voru hönnuð með afslappaða stemningu í huga og henta þau prýðilega til notkunar við hversdags kvöldverðarborðið eða á pallinum. Hnífaparasett inniheldur matargaffal, matarhníf, súpuskeið og teskeið fyrir 6 manns.
Hnífapörin má þvo á stuttu prógrammi í uppþvottavél (65°-75°c) en forðast skal að hafa málm sem ekki er úr ryðfríu stáli með í uppþvottavélinni þar sem það getur valdið ryðblettum.
Matarhnífur L: 22,8 cm
Matargaffall L: 19,6 cm
Súpuskeið L: 19 cm, B: 4,2 cm
Teskeið L: 13,6 cm, B: 3,1 cm
Framboð: 12 á lager