Alessi - 9093 Ketill Hvítur

24.900 kr.

Ítalska fyrirtækið Alessi var stofnað árið 1921 og hefur síðan verið leiðandi í framleiðslu á hágæða stálvörum. Ótalmörg hönnunartákn hafa fæðst innan veggja Alessi þegar frægir hönnuðir og arkítektar vinna í samstarfi við fyrirtækið, t.d. Juicy Salif sítruspressan eftir Philippe Starck, 9093 ketillinn eftir Michael Graves og Anna G. upptakarinn eftir Alessandro Mendini.

9093 ketillinn hannaði Michael Graves árið 1985 og hefur hann síðan þá verið ein vinsælasta vara fyrirtækisins. Ketillinn virkar á allar tegundir helluborða, þ.m.t. span. Þegar vatnið sýður syngur fuglinn skemmtilega.

V: 2 l

Framboð: Ekki til á lager

Viltu fá tölvupóst þegar varan kemur aftur?

Vörunúmer: 800-9093 w Vöruflokkar: , , Vörumerki:
Scroll to Top