Vorhús - Jólailmkerti Einiber

5.490 kr.

Sveinbjörg Hallgrímsdóttir stofnaði Vorhús upprunalega árið 2007 og seldi um árabil hönnunarvörur undir eigin nafni með góðum árangri. Samhliða auknum vexti erlendis og því að fleiri hönnuðir komu að vöruþróun fyrirtækisins var ákveðið að víkka út starfsemina í hönnunarhús. Í framhaldinu var nafni fyrirtækisins breytt í Vorhús eftir gömlu húsi á Eyrarbakka sem langamma Sveinbjargar átti. Nafnið vísar til vorsins þegar ungar fæðast, gróður grænkar og líf færist í móana og er litrík náttúran og fjölbreytileiki hennar innblástur fyrirtækisins. Stefna Vorhús er að skapa fallegar vörur úr fjölbreyttum efnivið og að vera staður þar sem hönnuðir skapa fyrir framtíðina.

 

Vorhús – Jólailmkerti Einiber. Unaðslegur greniilmur sem setur stemninguna fyrir desember og komandi jólahátíð. Ilmkertið frá Vorhús kemur í fallegu hrímuðu glasi með setningunni: ,,Dönsum við í kringum Einiberjarunn”. Jólakertið er 100% soyjavax ilmkerti sem framleitt er í Portúgal með mildum en mjög hátíðarlegum greniilm. Falleg jólagjöf eða tækifærisgjöf fyrir þann sem þér þykir vænt um. Hátíðlegt einiberjamynstur úr smiðju Eydísar Ólafsdóttur. Einiberjalínan er dökkrauð með greinum í gráu og silfri með hvítum berjum. Mælt er með handþvotti á thermobollunum frá Vorhús en auðvitað er í lagi að skella í uppþvottavélina við og við.

V: 210 ml

Framboð: 40 á lager

Dúka Kringlan: Á lager
Dúka Smáralind: Á lager
Vefverslun: Á lager
Scroll to Top