Soy Witch Ilmkerti 120 ml

1.990 kr.

Pólska fyrirtækið Soy Witch er í eigu Joanna Humerczyk og Szymon Wieczorek og framleiða þau ilmkerti sem sameina tvö áhugasvið þeirra – veganisma og vistfræði. Ilmkertin eru handgerð í verksmiðju í Łazarz í Poznań, Póllandi, úr náttúrulegu sojavaxi og vottuðum ilmolíum. Sojavax er unnið úr sojabaunum og þ.a.l. 100% vegan, non-toxic, og ekki skaðleg heilsu okkar. Vaxið bráðnar við við 50°c hita sem gerir það öruggara í notkun, ásamt því að brenna allt að 250% lengur en hefðbundin kerti úr paraffín vaxi.

 

Soy Witch – Ilmkerti 120 ml. Við fyrstu notkun ætti kertið að loga í um 3 klukkustundir til að tryggja að eins konar “göng” myndist ekki ofan í kertið. Ef göngin myndast brennur kertið ekki jafnt og ekki verður hægt að brenna hvern dropa vaxsins. Einnig skal klippa kveikinn eftir hverja notkun svo hann skagi ekki meira en 0,5cm upp fyrir yfirborð kertisins. Þannig mun kertið loga fallega og loginn verður ekki of stór. Kertin koma í fallegum, látlausum krukkum, þar sem engar óþarfa pakkingar eða plast er notað.

Brennslutími: U.þ.b. 20 klst

 

Margir mismunandi ilmir standa til boða:

Sumarilmir:
Wildflower Meadow – Villiblómailmur
Basil Lemonade – Ilmur með basilikku- og límonaðikeim.

Austurlenskir ilmir:
Cedar Incense – Sedrusviður, viðarilmur með sítrus undirtón.
Sandalwood and Bergamot – Sandelviður og bergamont  sem er sítrusávöxtur. Sandelviður hefur í yfir 4000 ár verið notaður um alla Asíu til ilmmeðferða til að stuðla að hugleiðslu. Sandalviður hefur sæta viðarlykt.
Opium – Ópíum ilmurinn er tileinkaður elskendum. Dálítið ákafur ilmur með áberandi tónum af anís, múskati, rifsberjum og rósmarín.
Whiskey Sour – Lyktin af súru viskíi er fullkomin málamiðlum – “karlmannlegur ilmur,, með mildum sítrus keim.

Blómailmir:
Lavender – Lavenderilmurinn sem allir þekkja.
English Rose – Rósailmur

Skógurinn og kryddjurtir:
Moss and Rosemary – Mosa og rósmarínilmur.
White Sage – Ilmurinn af hvítri salvíu er léttur jurtailmur sem er sagður hafa hreinsandi áhrif. Kraftmikill ilmur án þess þó að vera of mikið.
Rosemary and Grass – Rósmarín ilmur sem er blandaður við ilminn af nýslegnu grasi. Þetta er ilmur sem við öll ættum að elska að vori og sumri
Green Tea – Ilmurinn af grænu tei.

Vörunúmer: 968-sw120- Vöruflokkar: , , , , , Vörumerki:
Scroll to Top