Kay Bojesen – Kanína Rauð

15.990 kr.

Kay Bojesen var danskur silfursmiður sem hóf að skapa viðarleikföng eftir að hann eignaðist sitt fyrsta barn árið 1919. Nokkrum árum síðar vann hann verðlaun í leikfangakeppni í Kaupmannahöfn og opnaði í kjölfarið litla kjallaraverslun árið 1932 þar sem hann seldi m.a. viðarleikföng sín ásamt öðrum viðar- og silfurmunum. Eftir að verslunin lokaði hættu margar af hans vörum í framleiðslu en á síðari árum hófst framleiðsla á þeim aftur á grundvelli upprunalegra teikninga hans, með virðingu fyrir stöngum skilyrðum sem hann hafði varðandi efni og vinnubrögð.

Kanínuna hannaði Kay Bojesen árið 1957, ári fyrir dauða sinn, og er hún því ein af síðustu leikföngunum sem hann skapaði. Árið 2011 hófst framleiðsla á kanínunni á ný sem búin er til úr eik með hreyfanlegar hendur, fætur og höfuð. Stór og útstæð eyru kanínunnar gefa henni forvitnilegt og skemmtilegt útlit.

H: 16 cm, B: 6,5 cm, L: 7 cm

Framboð: 8 á lager

Dúka Kringlan: Uppselt
Dúka Smáralind: Á lager
Vefverslun: Á lager
Vörunúmer: 100-39229 Vöruflokkar: , , , Vörumerki:
Scroll to Top