Design Letters – Ecozen Barnabolli A-Z

1.990 kr.
1.592 kr.

Design Letters er danskt fyrirtæki sem hefur verið starfsrækt síðan árið 2009. Markmið fyrirtækisins er að framleiða hágæða vörur með mottóið ,,Make it Personal“ að leiðarljósi. Leturgerð Arne Jacobssen hefur Design Letters notað til að skreyta vörur sínar um árabil en hönnun Arne á rætur sínar að rekja til ársins 1937. Design Letters framleiðir ótal vörur sem margir þekkja, til dæmis stafakrúsirnar, en fyrirtækið er þó í stöðugri vöruhönnun og framleiðir nú skartgripalínu, mikið úrval af barnavörum og aðra muni sem fegra heimilið.

Barnabollinn er úr Ecozen – lífræn útgáfa af Tritan plastinu. Ecozen er laust við öll eiturefni og er 100% BPA og BPS frítt. Bollinn hefur sterka eiginleika og þolir því að detta í gólfið. Bollarnir eru í sömu stærð og Melamine bollarnir og passa því Melamine lokin og stútarnir á þá. Ecozen þolir uppþvottavél og örbylgjuofn.

Vörunúmer: 832-20106000 Vöruflokkar: , , , Vörumerki:
Scroll to Top