Bialetti – Rainbow Kaffikanna Ljósblá

3.990 kr.7.590 kr.

Bialetti – Rainbow Kaffikanna Ljósblá.  Rainbow könnurnar ganga á allar tegundir helluborða nema span. Fyrirtækið Bialetti er kunnulegt mörgum enda er klassíska mokkakannan frá fyrirtækinu ein sú vinsælasta í heimi. Kannan virkar þannig að vatn er sett í botninn á henni og kaffið í sérstakt hólf að ofan. Við suðu mun vatnið eimast í gegnum kaffikorginn og safnast fyrir í könnunni.  Í dag framleiðir Bialetti kaffikönnurnar í ýmsum litum og útfærslum svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Moka Express könnurnar ganga á allar tegundir helluborða nema span. Ávalt skal handþvo mokka könnuna, óþarfi að nota sápu heldur skolar maður bara úr henni og burstar með svampi eða uppþvottabursta.

 

Stundum getur verið vandi að velja stærð á könnu en þá er gott að miða við að 3 bolla mokkakannan er flott fyrir einn eða tvo að deila en 6 bolla kannan er flott fyrir tvo til þrjá að deila. Bollastærðin er neflilega miðuð út frá espresso stærð en espresso bollar eru um 10 cl að stærð. Hefðbundni “íslenski“ morgunbollinn er töluvert stærri. Rainbow útgáfan af mokkakönnunni kemur í nokkrum fallegum litum og þremur stærðum (1 bolla, 3 bolla og 6 bolla).

Vörunúmer: 2-000504 Vöruflokkar: , , Vörumerki:
Scroll to Top