Bialetti – Mjólkurflóari f/Helluborð

4.790 kr.5.590 kr.
3.832 kr.4.472 kr.

Bialetti Tuttocrema mjólkurflóarinn er svo einfaldur og þæginlegur í notkun. Flóarinn er fylltur, u.þ.b. 1/3, af mjólk og settur á helluna. Mjólkin er hituð aðeins (ca. 65 °c) og síðan „strokkuð“ nokkrum sinnum til að fá flauelsmjúka, flóaða mjólk á augabragði. Mikilvægt er hér að hita ekki mjólkina það mikið að hún sé nálægt því að sjóða. Gott að miða við rúmlega heitapottshita. Froðan + espresso skot gerir hin fullkomna Cappuchino bolla. Einnig er auðvitað hægt að sleppa því að strokka mjólkina og búa sér þannig til einn strangheiðarlegan Latte bolla. Algjörlega frábær eign fyrir þá sem kunna að meta góða kaffidrykki. Auðvelt er að skola úr flóaranum í vaskinum þar sem hann er Teflon húðaður. Einnig má setja hann í uppþvottavél.

 

Athugið að það getur skipt miklu máli hvaða mjólk er notuð. Til að mynda flóast ekki Nýmjólk eða Léttmjólk á meðan hægt er að búa til fína froðu með Fjörmjólk. Við mælum samt hiklaust með G-mjólkinni vegna þess að hún flóast vel og bragðast vel í öllum kaffidrykkjum. Möndlumjólkin hentar líka rosa vel.  Hægt er að flóa allt að 150ml af mjólk (80-120sek) eða hita allt að 300ml (100-160sek) í einu. Athugið að flóarinn er úr áli og virkar því ekki á spanhelluborð.

Vörunúmer: 2-00agr39 Vöruflokkar: , , Vörumerki:
Scroll to Top