Bialetti – Mini Express Kaffikanna & Bollar Induction Black
9.990 kr.
Bialetti – Mini Express Kaffikanna & Bollar Induction Black. Það var árið 1933 sem ítalski verkfræðingurinn Alfonso Bialetti hannaði hina byltingakenndu mokkakönnu og varð fyrirtækið í kjölfarið einn fremsti ítalski framleiðandi á kaffivélum. Mokkakannan breytti því hvernig fólk drakk kaffi og hafði gífurleg áhrif á ítalska kaffimenningu en ekki leið á löngu þar til kannan hafði dreift sér á heimili um allan heim. Kannan virkar þannig að vatn er sett í botninn á henni og kaffið í sérstakt hólf að ofan. Við suðu mun vatnið eimast í gegnum kaffikorginn og safnast fyrir í könnunni. Mini Express kaffikannan virkar á allar tegundir helluborða, þar með talið spanhellur. Könnunni fylgja tveir espressobollar. Könnuna skal handþvo með volgu vatni án sápu en bollarnir þola uppvottavél.
V: 95 ml
Framboð: 8 á lager