Bialetti – Gúmmíhringir & Skífa í Moka Express Kaffikönnur

460 kr.880 kr.

Það var árið 1933 sem ítalski verkfræðingurinn Alfonso Bialetti hannaði hina byltingakenndu mokkakönnu og varð fyrirtækið í kjölfarið einn fremsti ítalski framleiðandi á kaffivélum. Mokkakannan breytti því hvernig fólk drakk kaffi og hafði gífurleg áhrif á ítalska kaffimenningu en ekki leið á löngu þar til kannan hafði dreift sér á heimili um allan heim. Kannan virkar þannig að vatn er sett í botninn á henni og kaffið í sérstakt hólf að ofan. Við suðu mun vatnið eimast í gegnum kaffikorginn og safnast fyrir í könnunni.

Gúmmíhringurinn er notaður sem þéttir á milli hólfa í Bialetti mokka könnunum. Mokka könnurnar frá Bialetti hafa hrikalega góða endingu en eftir mikla notkun eða ofhitnun getur gúmmíhringurinn orðið lélegur. Þá er auðvelt að skipta honum út. Við mælum með Bialetti kaffinu en kornastærðin á korginum hentar mokka- og pressukönunnum einkar vel.

Þessi pakkning gengur fyrir Moka Express kaffikönnurnar.

Vörunúmer: 2-080003 Vöruflokkar: , , , Vörumerki:
Scroll to Top