Robert Welch – Radford Osta- & Smjörhnífur
3.490 kr.
Robert Welch opnaði sitt fyrsta stúdíó árið 1955 í Cotswold, Bretlandi, eftir að hafa yfirgefið the Royal College of Art og ekki leið á löngu þar til hann hafði öðlast orðspor fyrir yfirburði í bæði hönnun og framleiðslu á vörum úr ryðfríu stáli. Í dag stýra börn Robert Welch fyrirtækinu, enn í sömu byggingu og ævintýrið hófst fyrir yfir 60 árum, þar sem ástríða fyrir tímalausri og klassískri gæðahönnun er höfð í fyrirrúmi.
Radford línan er svo sannarlega nútímaleg klassík en þessi tímalausu hnífapör hannaði Robert Welch fyrst árið 1984 með innblástur frá lögun og þyngd georgískra hnífapara. Árið 2003 var línan endurvakin í minningu Robert Welch og er í dag ein allra vinsælasta lína fyrirtækisins. Radford hnífapörin unnu til German Design Award árið 2020.
Hnífapörin má þvo á stuttu prógrammi í uppþvottavél (65°-75°c) en forðast skal að hafa málm sem ekki er úr ryðfríu stáli með í uppþvottavélinni þar sem það getur valdið ryðblettum.
Framboð: Ekki til á lager
Viltu fá tölvupóst þegar varan kemur aftur?