Ritzenhoff - Wine Ensamble Rauðvínsglös 2stk

4.990 kr.

Þýska fyrirtækið Ritzenhoff byrjaði sem lítið fjölskyldurekið fyrirtæki í byrjun 20. aldarinnar þar sem framleidd voru hágæða kristalsglös í verksmiðju Ritzenhoff í Sauerland. Fyrirtækið hefur þróast í að verða eitt af þekktustu glerframleiðendum Þýskalands en allar vörur þeirra eru hannaðar, þróaðar og framleiddar í nánu samstarfi við hina ýmsu hönnuði sem myndskreyta glösin eftir sínu höfði. Öll glösin eru framleidd í Þýskalandi undir ströngu eftirliti til að tryggja gæði og fullkomna lokaútkomu.

Vínglösin hafa hlotið miklar vinsældir og er það ekki að ástæðulausu; lögun þeirra gefur þeim einstaklega fallegt útlit og vínið fær að njóta sín vel. Innblástur sinn fyrir myndskreytingunum fékk Burkhard Neie frá grískri goðafræði en glösin tvö segja sögu Dionysus & Ariadne og Zeus & Leto. Glösin koma tvö saman í fallegri gjafaöskju og fáanleg eru hvítvínsglös í stíl.

H: 24 cm, Ø: 8,3 cm, V: 583 ml

Ekki til á lager

Viltu fá tölvupóst þegar varan kemur aftur?

Vörunúmer: 340 0001 Vöruflokkar: , , , Vörumerki:
Scroll to Top