Klippan - Knut Ullarteppi
15.900 kr.
Klippan Yllefabrik er sænskt fjölskyldufyrirtæki sem hefur framleitt hágæða ullarteppi og aðra fallega textílvöru í yfir 100 ár. Mynstur teppanna eru framleidd í samstarfi við hina ýmsu textílhönnuði Skandinavíu. Knut ullarteppið er, eins og flest teppi Klippan, úr 100% lambaull sem hefur þann eiginleika að vera hlýtt og notalegt viðkomu. Ullarteppið er fáanlegt í mörgum fallegum litum sem gleðja augað.
L: 200 cm, B: 130 cm