Kay Bojesen – Hestur Beyki
11.990 kr.
Kay Bojesen var danskur silfursmiður sem hóf að skapa viðarleikföng eftir að hann eignaðist sitt fyrsta barn árið 1919. Nokkrum árum síðar vann hann verðlaun í leikfangakeppni í Kaupmannahöfn og opnaði í kjölfarið litla kjallaraverslun árið 1932 þar sem hann seldi m.a. viðarleikföng sín ásamt öðrum viðar- og silfurmunum. Eftir að verslunin lokaði hættu margar af hans vörum í framleiðslu en á síðari árum hófst framleiðsla á þeim aftur á grundvelli upprunalegra teikninga hans, með virðingu fyrir stöngum skilyrðum sem hann hafði varðandi efni og vinnubrögð.
Hesturinn var hannaður fyrst árið 1930 og er því fyrsta vara Bojesen sem enn er í framleiðslu í dag.
H: 14 cm
Framboð: 3 á lager
Vörunúmer:
100-39210
Vöruflokkar: Gjafahugmyndir, Heimilið, Skrautmunir, Viðardýr
Vörumerki: Kay Bojesen