Frandsen – Job Veggljós
19.900 kr.
Danska fyrirtækið Frandsen stofnaði Benny Frandsen í kjallaranum á heimili sínu árið 1968 eftir að hafa hannað og smíðað fyrsta Ball ljósið. Síðan þá hefur fyrirtækið stækkað og þróast ört og í dag vinnur Frandsen í samstarfi við hina ýmsu hönnuði og einblýnir á að skapa hágæða ljós og lampa fyrir einstaklinga og fyrirtæki víðs vegar um heiminn.
Job línan passar í raun í hvert rými heimilisins en eins og nafnið gefur til kynna henta ljósin fullkomlega á skrifstofuna. Arminn má færa til hliðanna og skerminn sjálfan má færa í allar áttir og þannig beina birtunni þangað sem hennar er þörf.
D: 55-75 cm, Ø: 13,5 cm, H: 14 cm
Vörunúmer:
830-10456
Vöruflokkar: Heimilið, Ljós og lampar, Veggljós, Veggskraut
Vörumerki: Frandsen