Frandsen – Ball Veggljós White
11.900 kr.
Danska fyrirtækið Frandsen stofnaði Benny Frandsen í kjallaranum á heimili sínu árið 1968 eftir að hafa hannað og smíðað fyrsta Ball ljósið. Síðan þá hefur fyrirtækið stækkað og þróast ört og í dag vinnur Frandsen í samstarfi við hina ýmsu hönnuði og einblýnir á að skapa hágæða ljós og lampa fyrir einstaklinga og fyrirtæki víðs vegar um heiminn.
Ball línan inniheldur án efa vinsælustu ljós fyrirtækisins enda var fyrirtækið stofnað í kring um þessa klassísku og tímalausu hönnun. Loftljós í nokkrum stærðum, veggljós í tveimur útfærslum, gólf- og borðlampa má finna í Ball línunni í mörgum fallegum litum.
Ball veggljósið er hið fullkomna lesljós í svefnherbergið en er einnig tilvalið á skrifstofuna eða í stofuna fyrir beina lýsingu. Skermurinn er úr málmi sem auðvelt er að snúa í allar áttir og beina þannig birtunni þangað sem þörf er á.
Ø: 12 cm
Ekki til á lager
Viltu fá tölvupóst þegar varan kemur aftur?