Duka – Time Skál 30cm

5.990 kr.

Sænska fyrirtækið Duka á rætur sínar að rekja til þriðja áratugsins þegar sölumaðurinn Hjalmar Blomqvist opnaði sína fyrstu verslun í bænum Linköpning í suður-Svíþjóð, og seldi þar glermuni og aðrar vörur úr postulíni. Á næstu árum opnaði hann fleiri verslanir sem hann kallaði Hjalmar Blomqvist Companies og árið 1962 stofnaði hann, ásamt öðrum sjálfstæðum gler- og postulínssmásölum, fyrirtækið Duka. Með samvinnu gátu smáfyrirtækin 17 fengið betri samninga við birgja og aukið markaðssetningu, og á miðjum áttunda áratugnum hóf Duka að þróa með sér sitt eigið vörumerki. Í dag býður Duka upp á breitt úrval eldhús- og búsáhalda og einblínir á gæðavörur fyrir eldhúsið, borðbúnað, hnífapör og gjafavöru undir skandinavískum áhrifum.

Time stellið er nútímalegur borðbúnaður með skemmtilegum, mjúkum formum. Borðbúnaðurinn hentar vel til hversdagsnota sem og til veisluhalda en hann er framleiddur úr sterku postulíni sem þolir uppþvottavél og örbylgjuofn.

Framboð: Ekki til á lager

Viltu fá tölvupóst þegar varan kemur aftur?

Vörunúmer: 931-8832545 Vöruflokkar: , , , , , , Vörumerki:
Scroll to Top