Duka – Flora Skál 13cm
1.290 kr. 1.032 kr.
Sænska fyrirtækið Duka á rætur sínar að rekja til þriðja áratugsins þegar sölumaðurinn Hjalmar Blomqvist opnaði sína fyrstu verslun í bænum Linköpning í suður-Svíþjóð, og seldi þar glermuni og aðrar vörur úr postulíni. Á næstu árum opnaði hann fleiri verslanir sem hann kallaði Hjalmar Blomqvist Companies og árið 1962 stofnaði hann, ásamt öðrum sjálfstæðum gler- og postulínssmásölum, fyrirtækið Duka. Með samvinnu gátu smáfyrirtækin 17 fengið betri samninga við birgja og aukið markaðssetningu, og á miðjum áttunda áratugnum hóf Duka að þróa með sér sitt eigið vörumerki. Í dag býður Duka upp á breitt úrval eldhús- og búsáhalda og einblínir á gæðavörur fyrir eldhúsið, borðbúnað, hnífapör og gjafavöru undir skandinavískum áhrifum.
Listakonan Malin Björklund skapaði fallegu Flora línuna fyrir fyrirtækið en hún málar postulínsvörurnar með vatnslitum á líflegan hátt og fangar þannig einstaka fegurð náttúrunnar. Flora stellið þolir uppþvottavél og örbylgjuofn.
Framboð: Ekki til á lager
Viltu fá tölvupóst þegar varan kemur aftur?