Design Letters – Tritan Barnaskál
2.190 kr.
Design Letters er danskt fyrirtæki sem hefur verið starfsrækt síðan árið 2009. Markmið fyrirtækisins er að framleiða hágæða vörur með mottóið ,,Make it Personal” að leiðarljósi. Leturgerð Arne Jacobssen hefur Design Letters notað til að skreyta vörur sínar um árabil en hönnun Arne á rætur sínar að rekja til ársins 1937. Design Letters framleiðir ótal vörur sem margir þekkja, til dæmis stafakrúsirnar, en fyrirtækið er þó í stöðugri vöruhönnun og framleiðir nú skartgripalínu, mikið úrval af barnavörum og aðra muni sem fegra heimilið.
Barnaskálarnar eru úr BPA fríu tritan plasti sem hefur sterka eiginleika og hentar þess vegna einkum vel litlum höndum. Skálarnar eru fáanlegar í nokkrum fallega mildum litum, hver litur með sinni einkennandi setningu; SWEETHEART, LOVE, DARLING eða BOSS. Hægt er að versla barnabolla í stíl við skálarnar. Tritan plastið þolir örbylgjuofn og uppþvottavél.