Chagrin Valley - Þurrsjampó Lavender Rosemary

3.990 kr.

Chagrin Valley Soap & Salve er lítið fjölskyldurekið fyrirtæki sem byrjaði í kjölfar áhugamáls um að búa til snyrtivörur sem væru lausar við öll gerviefni og hefðu ekki skaðleg áhrif á umhverfið. Chagrin Valley hefur tilheinkað sér að framleiða hágæða, hreinar en árangursríkar húð- og hárvörur úr frábærum innihaldsefnum. Öll innihaldsefnin eru USDA lífrænt vottuð, ekki prófuð á dýrum og framleidd á sjálfbæran og siðferðislegan máta. Vörurnar eru þróaðar og framleiddar í verksmiðju Chagrin Valley í Solon, Ohio, þar sem fylgst er náið með framleiðslu hverrar einustu vöru, sem síðan er pakkað í sjálfbærar, endurvinnanlegar og yfir 99% plastlausar umbúðir.

Þurrsjampó er frábær leið til að fríska upp á hárið og ýta undir umfang þess á milli þvotta. Innihaldsefni á borð við arrowroot púður, tapioca púður og kaolin leir draga í sig umfram olíu og fríska upp á hárið. Að auki eykst umfang hársins, áferð og það virðist frísklegra. Lavender og rósmarín ilmkarjaolíur ilma ekki aðeins vel en að auki eru þær fyrirtaks hárumhirðuolíur. Þær hjálpa við að koma jafnvægi á olíuframleiðslu hársvarðarins og fríska upp á hár og hársvörð. Í þurrsjampóinu sem ætlað er dökku hári hefur verið bætt við náttúrulegu kakó púðri en þannig blandast þurrsjampóið betur við dekkri hárliti og kemur í veg fyrir gráa slykju.

Vörunúmer: 994-pdry Vöruflokkar: , , Vörumerki:
Scroll to Top