Chagrin Valley - Svitalyktaeyðir

2.990 kr.

Chagrin Valley Soap & Salve er lítið fjölskyldurekið fyrirtæki sem byrjaði í kjölfar áhugamáls um að búa til snyrtivörur sem væru lausar við öll gerviefni og hefðu ekki skaðleg áhrif á umhverfið. Chagrin Valley hefur tilheinkað sér að framleiða hágæða, hreinar en árangursríkar húð- og hárvörur úr frábærum innihaldsefnum. Öll innihaldsefnin eru USDA lífrænt vottuð, ekki prófuð á dýrum og framleidd á sjálfbæran og siðferðislegan máta. Vörurnar eru þróaðar og framleiddar í verksmiðju Chagrin Valley í Solon, Ohio, þar sem fylgst er náið með framleiðslu hverrar einustu vöru, sem síðan er pakkað í sjálfbærar, endurvinnanlegar og yfir 99% plastlausar umbúðir.

Náttúrulegt svitalyktareyðisstifti sem smýgur hratt inn í húðina og veitir frískandi tilfinningu. Allar tegundirnar innihalda matarsóda sem fælir frá illa lyktandi bakteríur, sterkju sem róar húðina og dregur í sig svitamyndun og rakagefandi kókosolíu sem hefur sótthreinsandi eiginleika sem hjálpar við að minnka lykt. Mismunandi ilmkjarnaolíur eru notaðar í hverri tegund sem veita ólíkan ilm en allar hafa þær þó einnig aukna sótthreinsandi eiginleika. Woodland breeze hefur hlýjan, jarðbundinn ilm með sítrusnótum. Fresh mint hefur hreinan, frískandi mintuilm. Summer rain hefur róandi lavender ilm og hlýja blómatóna. Lemongrass tea tree hefur frískandi sítrusilm.

Berið svitalyktaeyðinn að þurrum, hreinum handakrika og leyfið að sitja í nokkrar sekúntur á meðan hitinn frá líkamanum mýkir stiftið og berið svo á eins og venjulega.

Vörunúmer: 994-deostick Vöruflokkar: , , Vörumerki:

Tengdar vörur

Scroll to Top