Chagrin Valley – Raksápa Rugged Spice
1.490 kr.
Chagrin Valley Soap & Salve er lítið fjölskyldurekið fyrirtæki sem byrjaði í kjölfar áhugamáls um að búa til snyrtivörur sem væru lausar við öll gerviefni og hefðu ekki skaðleg áhrif á umhverfið. Chagrin Valley hefur tilheinkað sér að framleiða hágæða, hreinar en árangursríkar húð- og hárvörur úr frábærum innihaldsefnum. Öll innihaldsefnin eru USDA lífrænt vottuð, ekki prófuð á dýrum og framleidd á sjálfbæran og siðferðislegan máta. Vörurnar eru þróaðar og framleiddar í verksmiðju Chagrin Valley í Solon, Ohio, þar sem fylgst er náið með framleiðslu hverrar einustu vöru, sem síðan er pakkað í sjálfbærar, endurvinnanlegar og yfir 99% plastlausar umbúðir.
Þessi náttúrulega raksápa kemur í veg fyrir óæskileg útbrot og pirraða húð sem gjarnan myndast eftir rakstur. Rakagefandi avokadó olíur hjálpa til við að binda raka í húðinni, bentonite leir veitir mjúkan rakstur og frískandi ilmkjarnaolíublandan hjálpar til við að jafna olíuframleiðslu húðarinnar. Notið raksápuna í, eða eftir heita sturtu. Bleytið rakburstann með heitu vatni og strjúkið honum á sápuna til að mynda froðu. Berið froðuna á svæðið sem á að raka og rakið með hárvextinum. Skolið húðina svo með köldu vatni og berið á skegg- eða andlitsolíu til að veita raka.
Ø: 6 cm, 85 g
Framboð: 5 á lager