Chagrin Valley – Líkamsskrúbbur Coconut & Honey
4.890 kr.
Chagrin Valley Soap & Salve er lítið fjölskyldurekið fyrirtæki sem byrjaði í kjölfar áhugamáls um að búa til snyrtivörur sem væru lausar við öll gerviefni og hefðu ekki skaðleg áhrif á umhverfið. Chagrin Valley hefur tilheinkað sér að framleiða hágæða, hreinar en árangursríkar húð- og hárvörur úr frábærum innihaldsefnum. Öll innihaldsefnin eru USDA lífrænt vottuð, ekki prófuð á dýrum og framleidd á sjálfbæran og siðferðislegan máta. Vörurnar eru þróaðar og framleiddar í verksmiðju Chagrin Valley í Solon, Ohio, þar sem fylgst er náið með framleiðslu hverrar einustu vöru, sem síðan er pakkað í sjálfbærar, endurvinnanlegar og yfir 99% plastlausar umbúðir.
Húðhreinsun er ein af einföldustu leiðunum til að vekja líflausa húð og fjarlægja ójafnt yfirborð hennar fyrir mjúka, slétta húð. Coconut & Honey sykurskrúbburinn ilmar af ferskum kókoshnetum, búinn til úr nærandi olíum og smjöri sem þeytt er saman við blöndu af fínum og grófum sykri og hunangi. Hunang og olíur næra, veita raka, róa og mýkja húðina
Notið skeið eða annað áhald til að skófla skrúbbnum í blautar hendur og nuddið á blauta húðina. Veitið þurrum svæðum sérstaka athygli. Eftir að skrúbburinn hefur verið skolaður af gæti húðin virst klístruð eftir hunangið. Þerrið svæðið, bíðið í augnablik og njótið silkimjúkrar húðar. Passið að vatn komist ekki í krukkuna.
Framboð: 2 á lager