Chagrin Valley – Lavender Lovers Gjafasett
10.990 kr.
Chagrin Valley Soap & Salve er lítið fjölskyldurekið fyrirtæki sem byrjaði í kjölfar áhugamáls um að búa til snyrtivörur sem væru lausar við öll gerviefni og hefðu ekki skaðleg áhrif á umhverfið. Chagrin Valley hefur tilheinkað sér að framleiða hágæða, hreinar en árangursríkar húð- og hárvörur úr frábærum innihaldsefnum. Öll innihaldsefnin eru USDA lífrænt vottuð, ekki prófuð á dýrum og framleidd á sjálfbæran og siðferðislegan máta. Vörurnar eru þróaðar og framleiddar í verksmiðju Chagrin Valley í Solon, Ohio, þar sem fylgst er náið með framleiðslu hverrar einustu vöru, sem síðan er pakkað í sjálfbærar, endurvinnanlegar og yfir 99% plastlausar umbúðir.
Gefðu mjúka húð og friðsæla slökun í gjöf með þessari ilmandi, arómatísku gjafaöskju. Lavender er þekkt fyrir róandi eiginleika, bæði á líkama og sál, og getur hjálpað til við að losa um streitu. Gjafasettið inniheldur sápustykki, bað- og líkamsolíu, baðsalt, líkamskrem og þurrkað lavender, allt ilmandi af Lavender Rosemary.
Sápan veitir létta hreinsun og hefur mikla rakagefandi eiginleika sem skilur húðina eftir mjúka og endurnærða. Bað- og líkamsolían hentar til að setja í baðkarið eða bera beint á húðina. Olían veitir næringu og raka og hentar öllum húðgerðum, sérstaklega þurri, þroskaðri húð. Hún smýgur hratt inn í húðina og skilur hana eftir silkimjúka. Einnig tilvalin nuddolía. Ilmandi baðsöltin hjálpa að róa hugann og veita afslöppun á sama tíma og þau hreinsa svitaholur, koma jafnvægi á olíuframleiðslu húðarinnar, bæta blóðrásina, róa erta húð og draga úr vöðvaverkjum og stirðleika. Líkamskremið inniheldur shea butter og næringaríkar olíur sem þeytt er saman í ríkt og dásamlegt krem sem smýgur djúpt í húðina. Kremið róar erta húð, stuðlar að framleiðslu nýrra húðfrumna og nærir þurra og sprungna húð. Þurrkað lavanderið er tilvalinn ilmgjafi á heimilið, hvort sem það er inni í fataskáp, á skrifstofuna eða í bílinn.
Sápa: 48 g
Bað- og líkamsolía: 59 ml
Baðsalt: 113 g
Líkamskrem: 28 ml
Þurrkað lavender: 1/4 bolli
Framboð: Ekki til á lager
Viltu fá tölvupóst þegar varan kemur aftur?