Chagrin Valley – Just For Men Gjafasett

9.990 kr.

Chagrin Valley Soap & Salve er lítið fjölskyldurekið fyrirtæki sem byrjaði í kjölfar áhugamáls um að búa til snyrtivörur sem væru lausar við öll gerviefni og hefðu ekki skaðleg áhrif á umhverfið. Chagrin Valley hefur tilheinkað sér að framleiða hágæða, hreinar en árangursríkar húð- og hárvörur úr frábærum innihaldsefnum. Öll innihaldsefnin eru USDA lífrænt vottuð, ekki prófuð á dýrum og framleidd á sjálfbæran og siðferðislegan máta. Vörurnar eru þróaðar og framleiddar í verksmiðju Chagrin Valley í Solon, Ohio, þar sem fylgst er náið með framleiðslu hverrar einustu vöru, sem síðan er pakkað í sjálfbærar, endurvinnanlegar og yfir 99% plastlausar umbúðir.

Gjafapakkningin inniheldur Woodland Breeze after-shave smyrsl,  Bay Rum sápustykki og handsmíðaðan sápubakka. Bay Rum sápan ilmar af klassískri og tímalausri ilmkjarnaolíu, með nótum af sætri appelsínu-, allspice- og negulilmkjarnaolíum. Saman vinna innihaldsefnin að því að koma jafnvægi á olíuframleiðslu og veita húðinni raka og mýkt, næra hana og róa erta húð. Woodland Sand smyrslið hefur hlýjan ilm með jarðlegum og léttum sítrusnótum og hentar venjulegri til þurri húð eftir rakstur. Rakagefandi en létt kókosolían í smyrslinu er rík af androxunarefnum og hefur náttúrulega sótthreinsieiginleika og kemur í veg fyrir roða og ertingu sem oft fylgir rakstri, án þess að stífla svitaholur. Aðrar olíur smjúga djúpt í húðina til að róa, næra, veita raka og tóna.

Sápa: 159 g
After-shave smyrsl: 57 g

Framboð: 7 á lager

Dúka Kringlan: Á lager
Dúka Smáralind: Á lager
Vefverslun: Á lager
Vörunúmer: 994-gmenlrg Vöruflokkar: , , Vörumerki:
Scroll to Top