Chagrin Valley - Ilmkerti/Nuddolía

3.190 kr.

Chagrin Valley Soap & Salve er lítið fjölskyldurekið fyrirtæki sem byrjaði í kjölfar áhugamáls um að búa til snyrtivörur sem væru lausar við öll gerviefni og hefðu ekki skaðleg áhrif á umhverfið. Chagrin Valley hefur tilheinkað sér að framleiða hágæða, hreinar en árangursríkar húð- og hárvörur úr frábærum innihaldsefnum. Öll innihaldsefnin eru USDA lífrænt vottuð, ekki prófuð á dýrum og framleidd á sjálfbæran og siðferðislegan máta. Vörurnar eru þróaðar og framleiddar í verksmiðju Chagrin Valley í Solon, Ohio, þar sem fylgst er náið með framleiðslu hverrar einustu vöru, sem síðan er pakkað í sjálfbærar, endurvinnanlegar og yfir 99% plastlausar umbúðir.

Ilmkertin eru lífræn heilsulindarkerti og volg líkams- eða nuddolía sem ilmar af ilmkjarnaolíum sem næra líkama og sál. Kveikt er á kertinu og því leyft að brenna í 5-15 mínútur, eða þar til olía hefur myndast. Slökkt er á kertinu og volgri olíunni hellt í lófann og hún svo notuð sem nuddolía eða líkamsolía. Hitastig olíunnar er rétt rúmlega líkamshiti, og er því volg en ekki of heit. Kertið mun svo storkna og verður tilbúið til notkunar síðar.

Romantic spirit veitir ómótstæðilegt dekur sem endurnýjar hug og örvar skynfærin. Rakagefandi innihaldsefnin næra húðina og er olían tilvalin á þurr svæði líkt og olnboga og fætur. Olían hjálpar til við að draga úr streitu, kvíða og pirring og veitir einstaka slökun og ró, ásamt því að bæta skap, örva jákvæðar tilfinningar og hreinsa hugann.

Lavender rosemary mýkir húðina á meðan róandi lavender og örvandi rósmarín róa hugann til að draga úr streitu og bæta skap fyrir einstaka vellíðan. Lavender og rósmarín endurnæra þreytta húð og róa auma vöðva. Rakagefandi innihaldsefnin næra húðina og er olían tilvalin á þurr svæði líkt og olnboga og fætur.

100 g

Vörunúmer: 994-can Vöruflokkar: , , Vörumerki:

Tengdar vörur

Scroll to Top