Chagrin Valley – Fabulous Feet Gjafasett

7.290 kr.

Chagrin Valley Soap & Salve er lítið fjölskyldurekið fyrirtæki sem byrjaði í kjölfar áhugamáls um að búa til snyrtivörur sem væru lausar við öll gerviefni og hefðu ekki skaðleg áhrif á umhverfið. Chagrin Valley hefur tilheinkað sér að framleiða hágæða, hreinar en árangursríkar húð- og hárvörur úr frábærum innihaldsefnum. Öll innihaldsefnin eru USDA lífrænt vottuð, ekki prófuð á dýrum og framleidd á sjálfbæran og siðferðislegan máta. Vörurnar eru þróaðar og framleiddar í verksmiðju Chagrin Valley í Solon, Ohio, þar sem fylgst er náið með framleiðslu hverrar einustu vöru, sem síðan er pakkað í sjálfbærar, endurvinnanlegar og yfir 99% plastlausar umbúðir.

Dekraðu við fæturna þína með þeim lúxus sem þeir eiga skilið. Gjafasettið inniheldur allt sem þarf fyrir silkimjúka, endurnærða fætur: fótabaðsalt, fótaskrúbb, fótasmyrsl, bambusskeið og múslínpoka. Fótabaðsaltið róar fæturnar og hjálpar að slaka á þreyttum vöðvum og liðum. Innihaldsefnin vinna saman að því að örva blóðrásina, draga úr bólgum og mýkja þurra, dauða og harða húð ásamt því að berjast á móti bakteríum og sýkingum. Kælandi og örvandi og fótaskrúbburinn skilur fæturnar eftir mjúka, slétta, nærða og frísklega. Hún hjálpar við að hreinsa hrjúfa, erfiða húð og skrúbba burt dauðar húðfrumur og sigg undan fótunum, og hefur einnig lyktareyðandi og sótthreinsandi eiginleika. Fótasmyrslið nærir þurra húð og veitir heni raka og hjálpar sprunginni og grófri húð að gróa. Það dregur úr spennu og verkjum og róar þreytta fætur.

Fótabaðsalt: 142 g
Fótaskrúbbur: 108 g
Fótasmyrsl: 30 ml

Framboð: 8 á lager

Dúka Kringlan: Á lager
Dúka Smáralind: Á lager
Vefverslun: Á lager
Vörunúmer: 994-feetbundle Vöruflokkar: , , Vörumerki:
Scroll to Top