Chagrin Valley - Baðte

2.590 kr.

Chagrin Valley Soap & Salve er lítið fjölskyldurekið fyrirtæki sem byrjaði í kjölfar áhugamáls um að búa til snyrtivörur sem væru lausar við öll gerviefni og hefðu ekki skaðleg áhrif á umhverfið. Chagrin Valley hefur tilheinkað sér að framleiða hágæða, hreinar en árangursríkar húð- og hárvörur úr frábærum innihaldsefnum. Öll innihaldsefnin eru USDA lífrænt vottuð, ekki prófuð á dýrum og framleidd á sjálfbæran og siðferðislegan máta. Vörurnar eru þróaðar og framleiddar í verksmiðju Chagrin Valley í Solon, Ohio, þar sem fylgst er náið með framleiðslu hverrar einustu vöru, sem síðan er pakkað í sjálfbærar, endurvinnanlegar og yfir 99% plastlausar umbúðir.

Baðteunum fylgja pokar sem teið er sett í og það ofan í baðið. Hver poki dugar í 3-6 baðferðir. Fyllið pokann með 1/4 – 1/2 bolla af tei, lokið honum vel, hengið á kranann og leyfið vatninu að renna í gegn um pokan á meðan baðkarið er fyllt. Færið síðan pokan af krananum og leyfið að fljóta í vatninu.

Soothe my skin er húðdekurblanda af róandi og mýkjandi jurtum, höfrum og salti sem hjálpar þurri húð og ertri húð. Innihaldsefnið calendula er notað við bruna, bólgum, skordýrabitum, útbrotum og húðsjúkdómum og er frábært fyrir fólk með viðkvæma húð. Elderflower er bólgueyðandi jurt sem hjálpar við að lækna útbrot, skurði og sár. Hymalayasalt er þekkt fyrir róandi, mýkjandi og græðandi eiginleika ásamt því að létta spennu og getur jafn vel hjálpað við liðagigt.

Sweet dreams er róandi blanda af lífrænum jurtum sem stuðla að líkamlegri og andlegri slökun til að létta á álagi fyrir svefn. Rósablöð, valeríanrót, mugwort og lavender hjálpa við að slaka á huganum, lina svefnleysi og sefa höfuðverk og streitu.

Vörunúmer: 994-bt Vöruflokkar: , , Vörumerki:

Tengdar vörur

Scroll to Top