Chagrin Valley – Baðsölt 3stk

8.990 kr. 7.192 kr.

Chagrin Valley Soap & Salve er lítið fjölskyldurekið fyrirtæki sem byrjaði í kjölfar áhugamáls um að búa til snyrtivörur sem væru lausar við öll gerviefni og hefðu ekki skaðleg áhrif á umhverfið. Chagrin Valley hefur tilheinkað sér að framleiða hágæða, hreinar en árangursríkar húð- og hárvörur úr frábærum innihaldsefnum. Öll innihaldsefnin eru USDA lífrænt vottuð, ekki prófuð á dýrum og framleidd á sjálfbæran og siðferðislegan máta. Vörurnar eru þróaðar og framleiddar í verksmiðju Chagrin Valley í Solon, Ohio, þar sem fylgst er náið með framleiðslu hverrar einustu vöru, sem síðan er pakkað í sjálfbærar, endurvinnanlegar og yfir 99% plastlausar umbúðir.

Arómaþerapísk lífræn baðsöltin breyta venjulegu baði í húðmýkjandi, afslappandi og huggulegri heilsulindarupplifun. Gjafasettið inniheldur bambusskeið, baðsaltsuppskriftir og þrjár 113g baðsaltskrukkur í mismunandi tegundum: Tranquil Spirit, Lavender Rosemary og Rose Garden, sem allar hafa sína eiginleika. Baðsöltin eru blönduð hreinum, lífrænum ilmkjarnaolíum sem hjálpa ýmist við að koma jafnvægi á olíuframleiðslu húðarinnar, afeitra, bæta blóðrásina, auka vellíðan í þreyttum vöðvum og liðum og róa erta húð og húðsjúkdóma. Hver krukka er 113g og dugar í tvö til þrjú böð.

Framboð: 10 á lager

Dúka Kringlan: Á lager
Dúka Smáralind: Á lager
Vefverslun: Á lager
Vörunúmer: 994-bsaltsampler Vöruflokkar: , Vörumerki:
Scroll to Top