Chagrin Valley – Baðsalt
3.390 kr.
Chagrin Valley Soap & Salve er lítið fjölskyldurekið fyrirtæki sem byrjaði í kjölfar áhugamáls um að búa til snyrtivörur sem væru lausar við öll gerviefni og hefðu ekki skaðleg áhrif á umhverfið. Chagrin Valley hefur tilheinkað sér að framleiða hágæða, hreinar en árangursríkar húð- og hárvörur úr frábærum innihaldsefnum. Öll innihaldsefnin eru USDA lífrænt vottuð, ekki prófuð á dýrum og framleidd á sjálfbæran og siðferðislegan máta. Vörurnar eru þróaðar og framleiddar í verksmiðju Chagrin Valley í Solon, Ohio, þar sem fylgst er náið með framleiðslu hverrar einustu vöru, sem síðan er pakkað í sjálfbærar, endurvinnanlegar og yfir 99% plastlausar umbúðir.
Arómaþerapísk lífræn baðsöltin breyta venjulegri baðferð í húðmýkjandi, afslappandi og huggulega heilsulindarupplifun. Baðsöltin eru blönduð hreinum, lífrænum ilmkjarnaolíum, auk fleiri dásamlegra innihaldsefna sem hvert og eitt er sínum eigin eiginleikum gætt.
Sore muscle baðsaltið hjálpar til við að róa stirða vöðva og liði með frískandi og endurnýjandi ilmkjarnaolíublöndu. Þessi einstaka blanda er góður orkugjafi til að draga úr þreytu, róa hugann og minnka streitu, örva blóðrásina og hjálpar einnig til með að bæta einbeitingu og draga úr stífluðum ennisholum í kjölfar ofnæmis, kvefs eða þurrs vetrarlofts. Innihaldsefni baðsaltsins hefur sömuleiðis góð áhrif á húðina og vinna þau saman við að koma jafnvægi á olíuframleiðslu húðarinnar og hreinsa, róa erta húð og getur haldið húðsjúkdómum, líkt og exemi, í skefjum.
Romantic spirit baðsaltið breytir baðkarinu þínu í húðmýkjandi, róandi og munaðarfullan griðarstað. Steinefnarík söltin ýta undir náttúrulega græðandi eiginleika húðarinnar, minnka streitu, róa vöðva og örva blóðrásina. Ilmolíurnar bjóða upp á hlýja upplifun sem endurvekur huga, húð og skynfæri. Innihaldsefnin hjálpa við að stjórna og koma jafnvægi á olíuframleiðslu húðarinnar ásamt því að tóna hana og stinna, og getur haldið bólum, húðbólgum og exemi í skefjum. Baðsaltið hentar öllum húðgerðum og sérstaklega bólukenndri húð þar sem sótthreinsandi eiginleikar hreinsa húðina og mýkja.
Simply salts baðsaltið er blanda af steinefnaríkum og ilmefnalausum söltum sem eykur náttúrulega græðandi eiginleika og róandi áhrif heits baðs. Baðsaltið hjálpar til við að losa um streitu, slaka á vöðvum og örva blóðrásina og getur einnig hjálpað við að draga úr flögnun, roða og ertingu húðsjúkdóma á borð við exem og psoriasis. Innihaldsefnin vinna saman að því að róa erta húð og stressaðan hug, koma jafnvægi á olíuframleiðslu húðarinnar, létta á vöðvaverkjum og stirðleika og örva blóðrásina ásamt því að hreinsa svitaholur og veita húðinni heilbrigðara útlit.
Lavender rosemary baðsöltin hjálpa að róa hugann og veita afslöppun á sama tíma og þau hreinsa svitaholur, koma jafnvægi á olíuframleiðslu húðarinnar, bæta blóðrásina, róa erta húð og draga úr vöðvaverkjum og stirðleika. Baðsöltin hentar einkar vel bólukenndri, olíukenndri og sólbrunni húð sem og húð með exem eða psoriasis. Húðin verður skilin eftir silkimjúk og heilbrigð og hugurinn endurnærður. Þessi baðsölt eru frábær til notkunar á kvöldin þar sem þau geta ýtt undir góðan og djúpan svefn.
Tranquil spirit baðsöltin veita hreina slökun á meðan líkami og hugur njóta sín í róandi, steinefnaríku saltbaði með róandi blöndu ilmkjarnaolía. Steinefnarík söltin auka náttúrulega græðandi eiginleika og róandi áhrif heits baðs, hjálpa til við að losa streitu, slaka á liðum og vöðvum og örva blóðsásina. Innihaldsefnin hafa mýkjandi og hreinsandi áhrif á húðina, kemur jafnvægi á olíuframleiðslu, róar erta húð og skilja hana eftir endurnærða.