Vörunúmer: 15-02011

Umage - Eos Kúpa Mini White

13.000kr 11.050kr

Til á lager

Umage er danskt fyrirtæki sem hefur framleitt ljósabúnað í um áratug. Nýlega skipti fyrirtækið um nafn en flestir þekkja þessi fallegu ljós undir fyrrum nafni þeirra, Vita. Eos kúpan er úr gæsafjöðrum en hún gefur frá sér afar milda og notalega birtu sem er æðisleg í stofuna eða svefnherbergið. Kúpan er fáanleg í 6 stærðum en þessa stærð er hægt að fá í hvítu, gráu eða brúnu. Kúpan er seld stök en hægt er að velja um kaup á gólf- eða borðfótum eða snúrusetti en þannig er hægt að gera úr henni annað hvort loftljós eða lampa.

Athugið að snúrusettið, standurinn og kúpan er allt selt í sitt hvoru lagi.


Stærð

Ø: 35 cm

H: 20 cm