Vörunúmer: 985-BC1002

Tulipop - Glas Gloomy

1.390kr

Til á lager

Tulipop er ævintýraheimur nefndur eftir heimaeyju íbúa. Á Tulipop má finna ógrynni af fallegum fossum, fjöllum, heitum hverum og gylltum ströndum. Þar eiga heima sex ólíkar verur, Gloomy, Bubble, Miss Maddy, Fred, Mr. Tree og Mama Skully.

Gloomy er systir Bubble. Þau eru mjög náin en afar ólík. Gloomy er ævintýragjörn, hugrökk og skemmtileg. Hún leitar af ævintýrum, ráðgátum og elskar óvæntar uppákomur og töfra. Hún er enginn snyrtipinni og er sama um útlit sitt. Heimili hennar er allt á hvolfi og fullt af hlutum sem hún hefur tekið með sér úr ævintýraferðum sínum.

Borðbúnaðurinn frá íslenska fyrirtækinu Tulipop er framleiddur úr umhverfisvænum bambus trefjum. Stellið þolir uppþvottavél en ef stillt er á of háan hita geta litirnið fölnað. Þolir ekki örbylgjuofn.


Stærð

Ø: 8 cm

H: 9 cm