Robert Welch – Signature Hnífur 12cm

8.590 kr.

Robert Welch opnaði sitt fyrsta stúdíó árið 1955 í Cotswold, Bretlandi, eftir að hafa yfirgefið the Royal College of Art og ekki leið á löngu þar til hann hafði öðlast orðspor fyrir yfirburði í bæði hönnun og framleiðslu á vörum úr ryðfríu stáli. Í dag stýra börn Robert Welch fyrirtækinu, enn í sömu byggingu og ævintýrið hófst fyrir yfir 60 árum, þar sem ástríða fyrir tímalausri og klassískri gæðahönnun er höfð í fyrirrúmi.

Signature lína fyrirtækisins hefur klassískt útlit, stál og svart plast, en hún inniheldur allt það helsta sem þú þarft í eldhúsið. Hnífarnir eru úr hágæða þýsku 1.4116 DIN stáli og eru brýndir í 15°. Haldið er lítillega bogið svo þeir séu sem þæginlegastir í hendi. Hnífarnir hafa unnið til iF Product Design, Red Dot Design, Excellence in Housewares og Housewares Design verðlauna. 12cm hnífurinn hefur hvasst blað með tönnum og hentar vel í að skera sítrusávexti, tómata, brauðbollur o.fl.

Framboð: 10 á lager

Dúka Kringlan: In stock
Dúka Smáralind: In stock
Vefverslun: In stock
Vörunúmer: 802-sigsa2090v Vöruflokkar: , , , , Vörumerki:
Scroll to Top