Vörunúmer: 990-19

Rivsalt - Pastasalt

2.190kr

Til á lager

Rivsalt er sænskt fyrirtæki sem snýst um hönnun, samskipti og upplifun. Fyrirtækið stofnaði Jens Sandringer eftir að hann hafði verið á japönskum veitingastað í Peking árið 2008 þar sem kokkurinn reif salt yfir diskana með stóru engiferrifjárni og saltklumpi. Þessi einstaka upplifn kveikti í hugmynd Sanrdringer og gaf Rivsalt út sína fyrstu vöru í Svíþjóð árið 2013. Vörurnar koma allar í fallegum umbúðum sem teymi Rivsalt hefur eytt miklum tíma í að fullkomna og því er þetta frábær gjöf - sérstaklega handa matgæðingnum.

Með pastasaltinu er fullkomlega saltað pasta leikur einn. Settu einfaldlega einn saltstein í hvern líter af vatni og fáðu gómsætt pasta í hvert sinn. Saltið var þróað í samstarfi með sænsk-ítalska stjörnukokkinum Dante Zia.