Vörunúmer: 992-NG.IP

Loqi - Fjölnota Poki Páfugl

1.690kr

Til á lager

Fjölnota pokarnir frá Loqi eru svo sannarlega með þeim skemmtilegri á markaðnum. Pokarnir eru úr OEKO-TEX vottuðu TPU pólýesterefni sem er bæði einstaklega slitsterkt og vatnshelt! Allir pokarnir eru framleiddir með sjálfbærum hætti en fyrirtækið einblýnir á umhverfisvæna framleiðslu, allt frá vatnslausri prentun til endurunna lita. Lítið fer fyrir pokunum þegar búið er að brjóta þá saman eða rúlla upp og eru þeir því tilvaldir til að hafa í töskunni, bílnum eða vasanum.

Ljósmyndarinn Joel Sartore sérhæfir sig í að mynda dýrategundir í útrýmingarhættu og í samstarfi við National Geographic Photo Ark safnið og Loqi voru myndirnar prentaðar á poka. Kaup á pokunum hjálpa til við að efla störf vísindamanna, landkönnuða og kennara National Geographic um allan heim.


Stærð

L: 50 cm

B: 42 cm

Þ: 55 g

Burðargeta: 20 kg

Hald: 27 cm