Ítalska fyrirtækið Kartell stofnuðu hjónin Anna Castelli Ferrieri og Guilio Castelli árið 1949 í Mílanó. Fyrirtækið er þekktast fyrir framleiðslu sína á ljósabúnaði, húsgögnum og öðrum vörum úr plasti. Í samstarfi við hina ýmsu hönnuði og arkítekta hefur fyrirtækið hannað og framleitt vörur sem í dag eru einkenni Kartell.
Light-Air línan frá Kartell inniheldur nútímaleg loftljós og borðlampa eftir Eugeni Quitllet. Þegar kveikt er á lampanum virðist skermurinn hanga í lausu lofti vegna gegnsæs rammans. Borðlampinn er tilvalinn til notkunar í svefnherbergjum, stofum og á nútímaskrifstofunni en hann býður upp á þægilega, dreifða lýsingu.