Bialetti – Sigti í Moka Express Kaffikönnur

500 kr.940 kr.

Það var árið 1933 sem ítalski verkfræðingurinn Alfonso Bialetti hannaði hina byltingakenndu mokkakönnu og varð fyrirtækið í kjölfarið einn fremsti ítalski framleiðandi á kaffivélum. Mokkakannan breytti því hvernig fólk drakk kaffi og hafði gífurleg áhrif á ítalska kaffimenningu en ekki leið á löngu þar til kannan hafði dreift sér á heimili um allan heim. Í Bialetti mokka- og pressukönnurnar er hægt að fá ýmsa aukahluti. Sigtinu sem geymir kaffið gæti þurft að skipta út ef mokkakannan hefur lent í mikilli ofhitnun.

Gott er að hafa í huga að of fínmalað kaffi (t.d. það sem er hugsað fyrir espresso vélar) getur fyllt götin í filternum og sigtinu af örfínum ögnum og því mikilvægt að allar einingar séu skolaðar vel með vatni milli þeirra skipta sem kannan er notuð. Þægilegast er að nota kaffi sem er grófmalað en við mælum með Bialetti kaffinu þar sem kornastærðin hentar mokka- og pressukönunnum einkar vel.

Sigtið passar fyrir Moka Express álkönnurnar.

Vörunúmer: 2-080013 Vöruflokkar: , , Vörumerki:
Scroll to Top