Bialetti – Malað Kaffi

990 kr.1.190 kr.

Kaffið frá Bialetti er einstakt. Bialetti vil meina að ristun sé eins konar list sem fangar ilm upprunans. Bialett leggur því áherslu á ristunarferlið sérstaklega, að það sé byggt á hægri og stjórnaðri ristun. Karakter baunanna er þannig fangaður og lyktin tengir mann við uppruna þeirra. Kaffið frá Bialetti er búið til með mokkakönnuna í huga á þann hátt að það er malað í kornastærð sem hentar mokka- og pressukönnum einkum vel. Út úr þessari mölun fæst fyllt, kremkennd og einfaldlega fullkomið kaffi. Bialetti kaffinu er pakkað í sérstakar pakkningar sem viðhalda bragði og ferskleika sem best.

 

Til eru nokkrar tegundir Bialetti kaffi. Vinsælasta kaffið er án efa Delicato kaffið. Það er kaffið í bleika pakkanum. Delicado er 100% Arabica kaffi sem er akkurat það sem Ítalinn myndi mæla með. Það hefur ákafa tóna af Brasile Naturale uppruna sem gefur kaffinu rétta jafnvægið. Fullkomið jafnvægi milli sætu og þéttleika. Koffínlausa kaffið hefur einnig slegið í gegn. Það heitir Deka og er í græna pakkanum. Deka er miðlungsristað með arómatískum tónum af korni og ristuðu brauði. Það er gaman að geta fengið sér gott kaffi að kvöldi til án þess að það innihaldi koffín og hafi þannig áhrif á svefninn. Intenso kaffið er síðan dökkristað og sérstaklega þróað til að ýta undir ilminn af ristuðu brauði og kakói. Intenso er það sem inniheldur mesta koffínið af Bialetti kaffitegundunum og er í dökkbláa pakkanum. Classico kaffið er síðan alltaf klassík og hentar flestum vel. Classico kemur í rauða pakkanum og er í raun meðalristað með sætum ilm af blómum og hnetum. Sjúklega gott malað kaffi í pokum. 

250 g pokar

Vörunúmer: 2-09608035 Vöruflokkar: , , , , , Vörumerki:
Scroll to Top