Allir sem gera gjafalista hjá Dúka fá kaupauka að
verðmæti 15% af því sem keypt er af gjafalistanum.

Hvernig bý ég til gjafalista á www.duka.is?

 1. Stofna aðgang hér á vefnum. ,,Nýskrá'' hér til hægri.
  Duka.is mun þá senda þér tölvupóst þar sem hægt er að virkja aðgang þinn að vefsíðunni. 
  Þegar búið er að virkja aðganginn er hægt að skrá sig inn.
 2. Skrá inn þær upplýsingar sem beðið er um hægra megin á síðunni.
 3. Velja ''Stofna Gjafalista'' eða ''Stofna Brúðkaupslista'' eftir því sem á við. 
  Titill er í raun heiti gjafalistans en sniðugt er að hafa bæði nöfn og dagsetningu ef um er að ræða brúðkaup, t.d. JónogSigga19.01.19

 

Muna að staðfesta listann.

 

Að velja vörur inn á gjafalistann er lítið mál. 
Klikkaðu á hjartað og þá vistast varan sjálfkrafa inn á gjafalistann þinn.
Til þess að þetta virki þá þarftu auðvitað að vera innskráður. 
Það er svo alltaf hægt að uppfæra upplýsingar um gjafalistann þinn, breyta stöðu hans og vörum. 

 

Á ég að hafa gjafalistann minn opinn?

 • Lokaður - Þú ein/n sérð að þú ert með lista og hvað er á honum. 
  Sniðugt er að hafa gjafalistann lokaðann á meðan hann er ekki tilbúinn. 
   
 • Hálflokaður - Allir sjá að þú/þið eigið gjafalista hjá Dúka en ekki hvað er á honum.
  Af hálfopnum gjafalista er hægt að versla í verslunum okkar í Kringlunni og Smáralind. 

   
 • Opinn - Allir sjá hvað er á listanum, og einnig hvað er búið að kaupa af honum.
  Af opnum gjafalista er hægt að versla í verslunum okkar í Kringlunni og Smáralind og hér á www.duka.is.

Skráðu þig á póstlistann svo þú missir ekki af neinu!